Ufsi

Latína: Pollachius virens
Enska: Pollock, saithe
Danska: Gråsej, sej
Færeyska: Upsi
Þýska: Köhler, Seelachs
Franska: Colin, goberge, lieu noir
Spænska: Carbonero, colín

Lifnaðarhættir
Heimkynni ufsans eru í N-Atlantshafi og finnst hann m.a. við Ísland, Færeyjar og Bretlandseyjar. Hann er í norðanverðum Norðursjó og einnig finnst hann við strendur Danmerkur, auk þess sem hann finnst meðfram allri strönd Noregs. Við strendur N-Ameríku er að finna smærri stofn af ufsa. Hér við land er ufsinn algengastur í hlýja sjónum S og SV – lands þó hann finnist allt í kringum landið.

Ufsinn er bæði uppsjávar- og botnfiskur. Hann heldur sig á öllu dýpi frá yfirborði og niður á 450m dýpi, en algengast er þó að finna hann á um 200m dýpi. Ufsinn ferðast oft í miklum torfum í ætisleit, og merkingar hafa sýnt að ufsinn flækist mikið, jafnvel á milli hafsvæða, eða frá Íslandi til Færeyja, Noregs og Skotlands, en einnig koma líka ufsar hingað frá Noregi og Færeyjum.

Fullorðni fiskurinn safnast saman að vetrarlagi, fyrstur allra þorskfiska til hrygningar, og hefst hrygningin hér við land síðari hluta janúar og stendur fram í miðjan mars. Ufsinn hrygnir einkum á Selvogs – og Eldeyjarbanka á um 100-200m dýpi. Ufsinn verður kynþroska 4-7 ára og er hann þá orðinn 60-80 cm langur. Fæða hans er nokkuð breytileg eftir stærð og svæðum. Fullorðnir fiskar éta mest ljósátu, fiskseiði, loðnu, síld og stærsti fiskurinn étur einnig smokkfisk.

(Heimild: Íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson, Fjölvi 1992)

Næringargildi