Gæði

Matvælaframleiðsla er mikilvægasta atvinnugrein sem stunduð er á Íslandi og þar vegur þáttur sjávarútvegs og fiskvinnslu þyngst. Sama grundvallarlögmál gildir í öllum greinum matvælaframleiðslu, þ.e að gæði afurðanna fara eftir gæðum hráefnisins sem þær eru unnar úr; Af vondu leðri gjörast ei góðir skór segir í gömlum málshætti, það er ekki hægt að framleiða góða afurð úr lélegu hráefni.

Mörg atriði tengjast gæðum afurða og hefur Matís unnið að mjög mörgum verkefnum er taka á gæðum og hvernig hámarka má gæði afurða með réttri meðhöndlun og vinnslu afurða. Hér má nálgast nánari upplýsingar um nokkra mikilvæga þætti sem hafa áhrif á gæði.